Gildi okkar

Við leggjum áherslu á að nota aðeins endurnýtt/endurunnið gull og silfur við framleiðslu á skartgripunum okkar. Þetta er mikilvægur hluti af framtíðarsýn okkar þar sem gullauðlindir heimsins munu á endanum tæmast.
Það fallega við gull og silfur er að það er alltaf hægt að bræða það og nota í nýtt verkefni, nýjan Hik&Rós skartgrip.

Það sem við eigum við með að segja endurunnið gull og silfur er að málmurinn er bræddur í fljótandi form, hreinsaður, síðan bræddur aftur og hellt í plötumót. Voila! Nýtt, gamalt gull.

Annað sem skiptir okkur sköpum er að demantarnir og gimsteinarnir sem við kaupum koma frá söluaðilum sem selja átakalausa steina. Þetta þýðir að blóðdemantar eru ekki í boði og að fólkið sem vinnur hörðum höndum við að ná gimsteinunum fái sanngjarna meðferð.